Viðskipti erlent

Ný evrópulög krefjast prófunar á þúsundum efna

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images
Ný lög Evrópusambandsins sem krefjast prófunar á þúsundum efna sem fólk notar daglega, tóku gildi í dag. Lögin ná yfir efni sem meðal annars er að finna í bílsætum og andlitskremum. Fyrirtækjum er gert að sanna að vörur þeirra standist lögin. Guenter Verheugen aðstoðarforseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins sagði að lagasetningin væri sú metnaðarfyllsta á sínu sviði í heiminum á blaðamannafundi í dag. Þing Evrópusambandsins og ríkisstjórnir aðildarlandanna samþykktu endanlega útgáfu laganna í desember síðastliðinn eftir áralanga baráttu milli umhverfissinna og ýmissa iðngreina. Lögin kveða á um að um 30 þúsund efni sem framleidd eru, eða innflutt til álfunnar, verði skráð hjá evrópsku Evnastofnuninni í Helsinki. Sum efnanna sem talin eru varhugaverð þurfi prófanir og leyfi. Það gæti leitt til að einhver þeirra yrðu bönnuð. Fyrirtæki hafa 18 mánuði til að safna upplýsingum fyrir forskráningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×