Upptrekkt ljós fyrir Afríku Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 07:49 Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum. Ljós og lífÁ fátækustu svæðum Afríku eru fá heimili sem hafa aðgang að rafmagni. “Líf íbúanna stoppar eða er mjög takmarkað eftir sólsetur,” segir Kristine Pearson forstjóri stofnunarinnar á fréttavef BBC og bætir við að tveir klukkutímar af ljósi í viðbót myndu gera gæfumuninn fyrir líf þeirra. Alþjóðabankinn áætlar að meira en 500 milljón manns sunnan Sahara hafi ekki aðgang að rafmagni fyrir heimili sín. Í stað noti fólk steinolíulampa, ljós sem ganga fyrir batteríi eða kveikir eld til að lýsa upp eftir sólsetur. Þeir valkosti geti verið kostnaðarsamir auk þess sem erfitt er að nálgast eldivið og óhollt að brenna hann. Hluti af LifeLight verkefninu er að hanna hleðslustöð sem gæti hlaðið nokkur færanleg ljós. Tæknin hefur þegar verið notuð til að hanna vasaljós og smærri ljós sem trekkt eru upp. Hún er sömu tegundar og notuð var við útvörp sem stofnunin hefur dreift á svæðinu. Í stað þess að gefa ljósin eingöngu og fara svo, hefur stofnunin ákveðið að ráða konur til að selja ljósin. Þær verða einnig þjálfaðar til að laga og viðhalda ljósunum fyrir viðskiptavini. Tækni Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum. Ljós og lífÁ fátækustu svæðum Afríku eru fá heimili sem hafa aðgang að rafmagni. “Líf íbúanna stoppar eða er mjög takmarkað eftir sólsetur,” segir Kristine Pearson forstjóri stofnunarinnar á fréttavef BBC og bætir við að tveir klukkutímar af ljósi í viðbót myndu gera gæfumuninn fyrir líf þeirra. Alþjóðabankinn áætlar að meira en 500 milljón manns sunnan Sahara hafi ekki aðgang að rafmagni fyrir heimili sín. Í stað noti fólk steinolíulampa, ljós sem ganga fyrir batteríi eða kveikir eld til að lýsa upp eftir sólsetur. Þeir valkosti geti verið kostnaðarsamir auk þess sem erfitt er að nálgast eldivið og óhollt að brenna hann. Hluti af LifeLight verkefninu er að hanna hleðslustöð sem gæti hlaðið nokkur færanleg ljós. Tæknin hefur þegar verið notuð til að hanna vasaljós og smærri ljós sem trekkt eru upp. Hún er sömu tegundar og notuð var við útvörp sem stofnunin hefur dreift á svæðinu. Í stað þess að gefa ljósin eingöngu og fara svo, hefur stofnunin ákveðið að ráða konur til að selja ljósin. Þær verða einnig þjálfaðar til að laga og viðhalda ljósunum fyrir viðskiptavini.
Tækni Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira