Auðvelt að stela upplýsingum á netinu 13. nóvember 2007 12:45 Samfélög á netinu vöruð við hættuFjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið. Og könnun leiddi í ljós að átta milljón Bretar yfirgefa heimili sín án þess að vera með vörn gegn óboðnum gestum á þráðlausum netum.Meira en helmingur netnotenda yfir 65 ára aldur nota sama aðgangsorð og lykilorð að öllum vefsíðum sem þeir heimsækja. Þeim hópi er ráðlagt að breyta lykilorðum sínum oftar.KennitölustuldurTony Neate framkvæmdastjóri GetSafeOnline.org vefsíðunnar segir að fæðingardagur og upplýsingar um heimilisfang dugi fyrir hvern sem er til að fá sér kreditkort á nafni annars einstaklings. Hann segir að þrátt fyrir að sumar þeirra upplýsinga sem settar eru á netið séu meinlausar, geti þær skapað mikla möguleika fyrir glæpamenn.Auðvelt er að lágmarka áhættu og þetta þýði á engan hátt að einstaklingar eigi að hætta að taka þátt í samfélögum á netinu.Upplýsingar um umsækjendurKönnunin sem gerð var á vegum ríkisstjórnarinnar tók til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Hún leiddi í ljós að næstum 30 prósent leituðu að fyrrverandi kærustum á netinu og um þriðjungur fyndi upplýsingar um yfirmenn sína, samstarfsmenn eða aðila sem sækja um störf.Á sama tíma og 80 prósent netnotenda eru með eldveggi, vírusvarnir og varnir fyrir njósnabúnuðum, er öryggi þráðlausra neta ákaflega ábótavant.Afar auðvelt er að komast inn á óvarið þráðlaust net og stela upplýsingum.Tölvusérfræðing sem BBC fékk til liðs við sig tókst að stela aðgangsorðum og öðrum persónulegum upplýsingum frá fartölvu sem tengd var við þráðlaust net á innan við 15 mínútum. Tilraunin sýndi einnig að ekki þarf mikla tölvukunnáttu til að misnota þráðlaust net. Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samfélög á netinu vöruð við hættuFjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið. Og könnun leiddi í ljós að átta milljón Bretar yfirgefa heimili sín án þess að vera með vörn gegn óboðnum gestum á þráðlausum netum.Meira en helmingur netnotenda yfir 65 ára aldur nota sama aðgangsorð og lykilorð að öllum vefsíðum sem þeir heimsækja. Þeim hópi er ráðlagt að breyta lykilorðum sínum oftar.KennitölustuldurTony Neate framkvæmdastjóri GetSafeOnline.org vefsíðunnar segir að fæðingardagur og upplýsingar um heimilisfang dugi fyrir hvern sem er til að fá sér kreditkort á nafni annars einstaklings. Hann segir að þrátt fyrir að sumar þeirra upplýsinga sem settar eru á netið séu meinlausar, geti þær skapað mikla möguleika fyrir glæpamenn.Auðvelt er að lágmarka áhættu og þetta þýði á engan hátt að einstaklingar eigi að hætta að taka þátt í samfélögum á netinu.Upplýsingar um umsækjendurKönnunin sem gerð var á vegum ríkisstjórnarinnar tók til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Hún leiddi í ljós að næstum 30 prósent leituðu að fyrrverandi kærustum á netinu og um þriðjungur fyndi upplýsingar um yfirmenn sína, samstarfsmenn eða aðila sem sækja um störf.Á sama tíma og 80 prósent netnotenda eru með eldveggi, vírusvarnir og varnir fyrir njósnabúnuðum, er öryggi þráðlausra neta ákaflega ábótavant.Afar auðvelt er að komast inn á óvarið þráðlaust net og stela upplýsingum.Tölvusérfræðing sem BBC fékk til liðs við sig tókst að stela aðgangsorðum og öðrum persónulegum upplýsingum frá fartölvu sem tengd var við þráðlaust net á innan við 15 mínútum. Tilraunin sýndi einnig að ekki þarf mikla tölvukunnáttu til að misnota þráðlaust net.
Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira