Stórleikur í Keflavík í kvöld
Í kvöld fara fram tveir leikir í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fjölnir og Hamar eigast við í Grafarvogi og í Keflavík mætast topplið heimamanna og Íslandsmeistarar Hauka.