Eiður markalaus í 455 mínútur 31. janúar 2007 00:01 Eiður Smári Guðjohnen sést hér fagna síðasta marki sínu fyrir Barcelona, 14. desember síðastliðinn AFP Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira