Innlent

Nýr forstjóri LSH kynntur á eftir

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, tilkynnir á eftir hver tekur við forstjórastöðu Landspítala háskólasjúkrahúss.
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, tilkynnir á eftir hver tekur við forstjórastöðu Landspítala háskólasjúkrahúss.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, mun eftir hádegi tilkynna hver verður nýr forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss.

Hæfnisnefnd vegna ráðningarinnar skilaði Guðlaugi umsögn sinni seinnipartinn á mánudaginn. Nefndin taldi fjóra af fjórtan umsækjendum vel hæfa. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir það eru.

Magnús Pétursson lét óvænt af embætti forstjóra í lok apríl og mun það ekki verið að hans ósk. Magnús hafði verið forstjóri spítalans um níu ára skeið og meðal annars stýrt sameiningu Landspítalans og Borgarspítala.

Forstjórastaðan var auglýst til umsóknar í byrjun sumars og rann umsóknarfrestur út 15. júlí. Fjórtan sóttu um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka fljótlega eftir að fresturinn rann út.












Tengdar fréttir

Magnús Pétursson hættir sem forstjóri Landspítala

Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans hefur ákveðið að láta af störfum. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að ákvörðun Magnúsar hafi verið tekin í samkomulagi við ráðherra. Anna Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga munu fylla skarð Magnúsar uns nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Telur fjóra hæfasta í starf forstjóra LSH

Hæfnisnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilaði Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, ráðleggingum sínum seinnipartinn í gær. Nefndin telur fjóra af fjórtan umsækjendum vera vel hæfa. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru að svo stöddu.

Valnefnd um forstjóra LSH skilar fljótlega af sér

Valnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilar heilbrigðisráðherra ráðleggingum sínum í byrjun næstu viku. Nýr forstjóri á að taka til starfa eftir ellefu daga.

Vill ekki skapa vangaveltur um forstjórastöðu LSH

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, segir að hún vilji ekki skapa vangaveltur varðandi sig og forstjórastöðu LSH. Hulda hefur verið nefnd sem hugsanlegur forstjóri.

Mun fagna ef Hulda verður næsti forstjóri Landspítalans

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, hefur verið nefnd sem líklegur forstjóri Landspítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist aðspurð að hún muni fagna hljóti Hulda stöðuna.

Auglýst eftir nýjum forstjóra Landspítala

Heilbrigðisráðuneytið hefur formlega auglýst embætti forstjóra Landspítalans laust til umsóknar. Á vef ráðuneytisins er þess krafist í auglýsingu að forstjórinn skuli hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi og jafnframt þurfi hann að búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×