Ashley Cole verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla á æfingu liðsins í gærkvöld. Cole varð fyrir harðri tæklingu frá Claude Makelele, sem baðst innilega afsökunar á atvikinu.
Cole fær það erfiða verkefni að spila gegn Cristiano Ronaldo í leiknum og hefur staðið sig nokkuð vel í því hlutverki til þessa, svo forráðamenn Chelsea vilja augljóslega að hann verði upp á sitt besta í úrslitaleiknum í kvöld.