Markvörðurinn Jens Lehmann hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með þýska landsliðinu. Lehmann er 38 ára en hann gekk til liðs við Stuttgart frá Arsenal í sumar.
Hann lék 61 landsleik á ferlinum. Hann er ekki viss um hvort hann haldi áfram í fótbolta eftir að eins árs samningi hans við Stuttgart lýkur.