Hector Cuper verður í kvöld kynntur sem nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Cuper er reynslumikill argentínskur þjálfari sem hefur stýrt Inter, Valencia, Mallorca og Real Betis en hann var rekinn frá síðastnefnda félaginu í lok síðasta árs.
Parma er sem stendur í fjórða neðsta sæti ítölsku deildarinnar.
Hector Cuper tekur við Parma
