Innlent

Vill ekki tjá sig um uppsagnir Icelandair

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. MYND/Anton Brink

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um fyrirhugaðar uppsagnir félagsins að svo stöddu. Í samtali við Vísi í morgun benti hann á fjölmiðlafulltrúa félagsins en ekki hefur tekist að ná tali af honum í morgun.

Boðað hefur verið til fundar með starfsmönnum Icelandair á morgun til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Ætlunin er að segja upp hátt í þrjú hundruð starfsmönnum félagsins vegna erfiðleika í rekstri.

Meðal þeirra sem sagt verður upp eru 60 flugmenn og 150 flugfreyjur. Auk þeirra mun starfsfólk sem vinnur í fyrirtækjum sem þjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli missa vinnu sína. Þessar uppsagnir eru með þeim umfangsmestu í sögu flugrekstrar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×