Handbolti

Ísland eitt á toppi B-riðils

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson tekur hér á Michael Kraus sem skoraði þrettán mörk í leiknum.
Ingimundur Ingimundarson tekur hér á Michael Kraus sem skoraði þrettán mörk í leiknum. Nordic Photos / AFP

Íslenska landsliðið í handbolta er nú eitt á toppi B-riðils í keppni í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking eftir glæsilegan sigur á Þjóðverjum í dag.

Ísland vann fjögurra marka sigur á Þýskalandi í dag, 33-29, og Rússa í fyrsta leiknum með tveimur mörkum, 33-31.

Ísland er því með sex mörk í plús í markatölu og eina liðið sem er enn með fullt hús stiga.

Þýskaland, Rússland og Suður-Kórea koma næst í þessari röð og er því Ísland búið að vinna liðin í öðru og þriðja sæti riðilsins.

Danmörk og Egyptaland reka svo lestina með eitt stig hvort en þessi lið skildu jöfn á fyrsta keppnisdegi. Fyrr í dag vann Rússland sigur á Egyptalandi og Suður-Kórea vann Danmörk.

Næsti leikur íslenska liðsins er á fimmtudagsmorgun klukkan 6.00 og er andstæðingurinn þá Suður-Kórea sem hefur komið mjög á óvart á mótinu til þessa.

Í fyrsta leik voru þeir lengi vel inn í leiknum gegn Þjóðverjum og höfðu til að mynda þriggja marka forystu í hálfleik. Að lokum fögnuðu Þjóðverjar fjögurra marka sigri.

Í dag lögðu þeir svo Evrópumeistarana frá Danmörku, 31-30.

Í A-riðli eru Frakkland og Króatía bæði með fullt hús stiga, rétt eins og Ísland. Pólland og Spánn eru með tvö stig - Brasilía og Kína ekkert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×