Fótbolti

Beckham gerir það gott í Bandaríkjunum

David Beckham er orðinn ein skærasta stjarnan í bandarísku íþróttalífi
David Beckham er orðinn ein skærasta stjarnan í bandarísku íþróttalífi NordcPhotos/GettyImages

Ameríkuævintýri knattspyrnumannsins David Beckham virðist ætla að lukkast fullkomlega. Hann var á dögunum kjörinn íþróttamaður ársins á Teen Choice verðlaunaafhendingunni í Bandaríkjunum.

Hundruðir þúsunda barna í Bandaríkjunum kusu enska hjartaknúsarann íþróttamann ársins og hlaut hann um tvo þriðjuhluta atkvæða. Þar með skaut hann íþróttamönnum á borð við Kobe Bryant, Tiger Woods og Eli Manning ref fyrir rass.

Erfitt er að segja til um það hvort Beckham er verðugur þeirra himinháu launa sem hann þiggur fyrir að spila með liði sínu LA Galaxy, en honum hefur heldur betur tekist að koma knattspyrnunni betur á kortið í Bandaríkjunum eins og til stóð.

Mikil aukning áhorfenda á leiki LA Galaxy er þannig rakin beint til komu kantmannsins knáa og t.a.m. mæta yfir 28,000 áhorfendur að meðaltali á leiki liðsins í MLS deildinni, sem samkvæmt breska blaðinu Sun eru hærri áhorfendatölur en hjá Portsmouth, Fulham, Reading og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni.

Treyjusala í MLS hefur aukist um 780% síðan Beckham kom til Los Angeles og umferðin á heimasíðu deildarinnar hefur rokið upp um 80%

Allir leikir í MLS deildinni voru í fyrsta skipti sýndir í beinni útsendingu og hefur fjöldi áhorfenda farið upp um 25%








Fleiri fréttir

Sjá meira


×