Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun 18. júlí 2008 13:47 Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir. Fyrr í dag sendi Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýði þetta að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Samtökin kalla eftir náttúruverndarstefnu stjórnvalda sem byggi á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Tilkynning Náttúrusamtaka Íslands: Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil. Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum. Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn. Tengdar fréttir Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir. Fyrr í dag sendi Alcoa frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið kynnir endurskoðuð drög að tillögu um matsáætlun vegna álversins á Bakka. Í þeim er gert ráð fyrir að álverið geti verið mun stærra en áður var gert ráð fyrir eða með framleiðslugetu allt frá 250 þúsund tonnum til 346 þúsund tonna á ári. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýði þetta að virkja þurfi Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Samtökin kalla eftir náttúruverndarstefnu stjórnvalda sem byggi á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Tilkynning Náttúrusamtaka Íslands: Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum. Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil. Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum. Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn.
Tengdar fréttir Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Alcoa skoðar stærra álver á Bakka Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn. 18. júlí 2008 12:08