Fótbolti

Skoski landsliðshópurinn sem mætir Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shaun Maloney náði sér ekki á strik með Aston Villa á síðasta tímabili og er kominn aftur til Celtic.
Shaun Maloney náði sér ekki á strik með Aston Villa á síðasta tímabili og er kominn aftur til Celtic. Nordic Photos / Getty Images

George Burley hefur valið skoska landsliðshópinn sem mætir Makedóníu og Íslandi í upphafi næsta mánaðar.

Ísland mætir fyrst Norðmönnum ytra þann 6. september næstkomandi í undankeppni HM 2010 og tekur svo á móti Skotum á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar.

Skotland mætir Makedóníu einnig á útivelli og hefur því leik í undankeppninni á tveimur útileikjum.

Shaun Maloney, leikmaður Celtic, var valinn í hópinn en hann hlaut ekki náð fyrir augum Burley er hann valdi hópinn sem mætti Norður-Írum í síðustu viku. Garry O'Connor, leikmaður Birmingham, var einnig valinn í hópinn í fyrsta sinn síðan í október í fyrra.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Craig Gordon (Sunderland), David Marshall (Norwich City), Allan McGregor (Rangers).

Varnarmenn, Graham Alexander (Burnley), Darren Barr (Falkirk), Christophe Berra (Hearts), Gary Caldwell (Celtic), Callum Davidson (Preston North End), Stephen McManus (Celtic), Kevin McNaughton (Cardiff City), Gary Naysmith (Sheffield United), David Weir (Rangers).

Miðvallarleikmenn: Scott Brown (Celtic), Kris Commons (Derby County), Darren Fletcher (Manchester United), Paul Hartley (Celtic), Shaun Maloney (Celtic), James Morrison (West Bromwich Albion), Barry Robson (Celtic), Kevin Thomson (Rangers).

Framherjar: Kris Boyd (Rangers), David Clarkson (Motherwell), James McFadden (Birmingham City), Kenny Miller (Rangers), Garry O'Connor (Birmingham City).






Tengdar fréttir

Norski landsliðshópurinn tilkynntur

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi þann 6. september næstkomandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×