Þessir kljást í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 23. apríl 2008 10:30 Wayne Rooney á æfingu í gær. Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt. Terry Venables rýndi í leikinn fyrir The Sun þar sem hann fór meðal annars yfir þrjú einvígi í leik kvöldsins sem gætu ráðið úrslitum. Hér að neðan má sjá hans mat á leik kvöldsins: Marquez - Rooney Vörn Barcelona þarf að hafa sig alla við til að stöðva eldsnögga sóknarmenn Manchester United. Fjarvera Carles Puyol kemur allavega ekki til með að hjálpa heimamönnum. Wayne Rooney mun reyna allt til að setja Rafael Marquez í vandræði svo svæði opnist fyrir Cristiano Ronaldo og fleiri. Mexíkóinn Marquez mun reyna að nota reynslu sína til að fara í skapið á Rooney. Það síðasta sem Rooney má gera er að fara í eitthvað stríð. Ef hann heldur haus og einbeitingu þá mun hann vinna þetta einvígi. Xavi - RonaldoTveir verulega hæfileikaríkir fótboltamenn munu kljást. Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims í dag. Hann hefur skorað sjö mörk í Meistaradeildinni til þessa og það kæmi mér á óvart ef hann næði ekki að skora allavega eitt mark í þessum undanúrslitum. Xavi er hinsvegar leikmaður sem Manchester United þarf að óttast. Allt spil Barcelona flýtur í gegnum þennan leikmann og ef Michael Carrick og félagar ná ekki að hafa stjórn á honum gæti farið illa. Messi - Evra Endurkoma Lionel Messi af meiðslalistanum gefur Börsungum meiri von. Hans hefur verið sárt saknað síðustu vikur. Þessi eldsnöggi argentínski leikmaður mun reyna að stinga sér á milli Patrice Evra og Nemanja Vidic. Evra má ekki missa auga af Messi allan leikinn og verður að koma í veg fyrir baneitraðar sendingar á Samuel Eto´o og Bojan Krkic. Ef United nær að loka á Messi mun sóknarleikur Barcelona þjást. Evra hefur verið frábær á tímabilinu en þetta er hans stærsta prófraun til þessa. Knattspyrnustjórarnir:Frank Rijkaard: Sá hollenski er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili hjá Barcelona eftir tvö slök tímabil. Sigur í Meistaradeildinni er líklega ekki nóg til að bjarga starfi hans. Ferilskráin mun þó óneitanlega líta betur út þegar hann fer að leita sér að vinnu í sumar. Sir Alex Ferguson: Óumdeilanlega einn besti knattspyrnustjóri sögunnar. Hann vill þó vinna Meistaradeildina aftur áður en hann kveður Old Trafford. Hann veit að með þetta lið sem hann hefur í höndunum í dag á hann frábæra möguleika á því. Leikaðferðir: Barcelona verður að sækja til sigurs í kvöld en Frank Rijkaard þarf að passa sig. Hann veit að sókn Manchester United getur tætt vörn hans í sig úr skyndisóknum. United mun klárlega ekki liggja bara til baka og verjast. Þeirra markmið verður að ná allavega einu útivallarmarki og vera með einvígið í sínum höndum. Á spjaldi: Nani og Patrice Evra verða í banni í seinni leiknum ef þeir fá gult í kvöld. Hjá Barcelona eru Lionel Messi, Rafael Marquez, Yaya Toure og Gabriel Milito allir einu spjaldi frá leikbanni. Stjörnurnar: Lionel Messi: Fór illa með Chelsea fyrir nokkrum árum og gæti gert það sama við United. Cristiano Ronaldo: United hefur marga leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en þessi virðist óstöðvandi. Hann mun ógna Barcelona með hraða, brellum, styrk og mörkum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt. Terry Venables rýndi í leikinn fyrir The Sun þar sem hann fór meðal annars yfir þrjú einvígi í leik kvöldsins sem gætu ráðið úrslitum. Hér að neðan má sjá hans mat á leik kvöldsins: Marquez - Rooney Vörn Barcelona þarf að hafa sig alla við til að stöðva eldsnögga sóknarmenn Manchester United. Fjarvera Carles Puyol kemur allavega ekki til með að hjálpa heimamönnum. Wayne Rooney mun reyna allt til að setja Rafael Marquez í vandræði svo svæði opnist fyrir Cristiano Ronaldo og fleiri. Mexíkóinn Marquez mun reyna að nota reynslu sína til að fara í skapið á Rooney. Það síðasta sem Rooney má gera er að fara í eitthvað stríð. Ef hann heldur haus og einbeitingu þá mun hann vinna þetta einvígi. Xavi - RonaldoTveir verulega hæfileikaríkir fótboltamenn munu kljást. Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims í dag. Hann hefur skorað sjö mörk í Meistaradeildinni til þessa og það kæmi mér á óvart ef hann næði ekki að skora allavega eitt mark í þessum undanúrslitum. Xavi er hinsvegar leikmaður sem Manchester United þarf að óttast. Allt spil Barcelona flýtur í gegnum þennan leikmann og ef Michael Carrick og félagar ná ekki að hafa stjórn á honum gæti farið illa. Messi - Evra Endurkoma Lionel Messi af meiðslalistanum gefur Börsungum meiri von. Hans hefur verið sárt saknað síðustu vikur. Þessi eldsnöggi argentínski leikmaður mun reyna að stinga sér á milli Patrice Evra og Nemanja Vidic. Evra má ekki missa auga af Messi allan leikinn og verður að koma í veg fyrir baneitraðar sendingar á Samuel Eto´o og Bojan Krkic. Ef United nær að loka á Messi mun sóknarleikur Barcelona þjást. Evra hefur verið frábær á tímabilinu en þetta er hans stærsta prófraun til þessa. Knattspyrnustjórarnir:Frank Rijkaard: Sá hollenski er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili hjá Barcelona eftir tvö slök tímabil. Sigur í Meistaradeildinni er líklega ekki nóg til að bjarga starfi hans. Ferilskráin mun þó óneitanlega líta betur út þegar hann fer að leita sér að vinnu í sumar. Sir Alex Ferguson: Óumdeilanlega einn besti knattspyrnustjóri sögunnar. Hann vill þó vinna Meistaradeildina aftur áður en hann kveður Old Trafford. Hann veit að með þetta lið sem hann hefur í höndunum í dag á hann frábæra möguleika á því. Leikaðferðir: Barcelona verður að sækja til sigurs í kvöld en Frank Rijkaard þarf að passa sig. Hann veit að sókn Manchester United getur tætt vörn hans í sig úr skyndisóknum. United mun klárlega ekki liggja bara til baka og verjast. Þeirra markmið verður að ná allavega einu útivallarmarki og vera með einvígið í sínum höndum. Á spjaldi: Nani og Patrice Evra verða í banni í seinni leiknum ef þeir fá gult í kvöld. Hjá Barcelona eru Lionel Messi, Rafael Marquez, Yaya Toure og Gabriel Milito allir einu spjaldi frá leikbanni. Stjörnurnar: Lionel Messi: Fór illa með Chelsea fyrir nokkrum árum og gæti gert það sama við United. Cristiano Ronaldo: United hefur marga leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en þessi virðist óstöðvandi. Hann mun ógna Barcelona með hraða, brellum, styrk og mörkum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira