Diaz kom Liverpool í toppmál Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 13:32 Luis Diaz og Mohamed Salah skoruðu mörk Liverpool í dag. Getty/Stu Forster Liverpool náði sjö stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Wolves. Segja má að Kólumbíumaðurinn Luis Diaz hafi gert gæfumuninn fyrir Liverpool, sem var án Cody Gakpo vegna meiðsla. Hann kom liðinu yfir eftir snarpa sókn á 15. mínútu, þegar hann skoraði með maganum eftir sendingu Mohamed Salah sem fór af varnarmanni til Diaz. Diaz krækti svo í vítaspyrnu á 37. mínútu sem Salah skoraði úr og hefur Egyptinn þar með skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum því Salah skoraði mark sem var dæmt af vegna naumrar rangstöðu, og Diogo Jota fékk dæmda vítaspyrnu sem var hins vegar tekin til baka eftir skoðun á myndbandi. Úlfarnir bitu hins vegar rækilega frá sér og Matheus Cunha minnkaði muninn með sínu tólfta marki í deildinni, þegar enn voru 25 mínútur eftir. Gestirnir pressuðu á Liverpool á lokakaflanum en höfðu ekki erindi sem erfiði og Liverpool er því í afar góðum málum á toppi deildarinnar, nú þegar þrettán umferðir eru eftir. Framhaldið er krefjandi hjá Liverpool en í þeim þremur leikjum sem liðið á eftir í febrúar mætir það Aston Villa og Manchester City á útivelli, og svo Newcastle á heimavelli. Enski boltinn Fótbolti
Liverpool náði sjö stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Wolves. Segja má að Kólumbíumaðurinn Luis Diaz hafi gert gæfumuninn fyrir Liverpool, sem var án Cody Gakpo vegna meiðsla. Hann kom liðinu yfir eftir snarpa sókn á 15. mínútu, þegar hann skoraði með maganum eftir sendingu Mohamed Salah sem fór af varnarmanni til Diaz. Diaz krækti svo í vítaspyrnu á 37. mínútu sem Salah skoraði úr og hefur Egyptinn þar með skorað 23 mörk í úrvalsdeildinni í vetur. Liverpool hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum því Salah skoraði mark sem var dæmt af vegna naumrar rangstöðu, og Diogo Jota fékk dæmda vítaspyrnu sem var hins vegar tekin til baka eftir skoðun á myndbandi. Úlfarnir bitu hins vegar rækilega frá sér og Matheus Cunha minnkaði muninn með sínu tólfta marki í deildinni, þegar enn voru 25 mínútur eftir. Gestirnir pressuðu á Liverpool á lokakaflanum en höfðu ekki erindi sem erfiði og Liverpool er því í afar góðum málum á toppi deildarinnar, nú þegar þrettán umferðir eru eftir. Framhaldið er krefjandi hjá Liverpool en í þeim þremur leikjum sem liðið á eftir í febrúar mætir það Aston Villa og Manchester City á útivelli, og svo Newcastle á heimavelli.