Innlent

Forstjóri Landspítala lét ekki af störfum að eigin ósk

Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans lætur óvænt af störfum næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er það ekki að hans ósk.

Magnús hefur verið forstjóri Lansdpítalans í 9 ár og meðal annars stýrt sameiningu Landspítalans og Borgarspítala. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og í yfirlýsingu frá Magnúsi segir að samkomulag hafi orðið um þetta milli sín og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra.

Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 bað Magnús ekki um þessa niðurstöðu. Þegar fréttastofan náði tali af honum skömmu fyrir fréttir vildi hann ekki tjá sig um þetta mál, heldur vísaði á heilbrigðisráðherra, það væri hans að svara. Guðlaugur Þór Þórðarson vildi engu svara um málið öðru en því að hann vísaði í yfirlýsingu Magnúsar um að samkomulag hafi orðið um þetta milli sín og Magnúsar.

En það eru fleiri breytingar Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri lætur af því starfi og tekur að sér yfirumsjón með tilteknum þáttum vegna bygginar nýs spítala. Nýr forstjóri Landspítalans verður ráðinn 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×