Körfubolti

Það gerði enginn ráð fyrir þessu

Jóhannes Árnason, þjálfari KR
Jóhannes Árnason, þjálfari KR Mynd/AntonBrink

Jóhannes Árnason, þjálfari kvennaliðs KR, var að vonum sáttur þegar lið hans tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna í gær. Hann sagði fáa hafa reiknað með því að KR færi í úrslit þegar tímabilið hófst í haust.

KR-stúlkur eru sem kunnugt er nýliðar í IE deildinni en liðið kom verulega á óvart í vetur. Það sló sterkt lið Grindavíkur út í undanúrslitum með sigri í oddaleik í gær og vann seríuna 3-2.

"Það gerði enginn ráð fyrir þessu, ekki nokkur einasti maður," sagði Jóhannes í samtali við karfan.is í dag. "Það er skondið núna að hugsa til baka að þegar við vorum t.d. að gera samning við Monique Martin, þá ræddum við bónusgreiðslu ef liðið færi í úrslitin. Menn gerðu grín að því að það skipti engu máli hvaða tölur við myndum setja þar inn í samninginn því við færum örugglega ekki svo langt í keppninni," sagði Jóhannes.

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið á karfan.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×