Körfubolti

Alveg til í fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld

Pálína Gunnlaugsdóttir ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.
Pálína Gunnlaugsdóttir ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld þegar þær mæta KR-stúlkum í Toyota-höllinni í Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, segist vera klár í að fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld.

Keflavík hefur unnið tvö fyrstu leiki úrslitaeinvígisins og sagði Pálína í samtali við Vísi að það væri ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið. "Fiðringurinn er að koma og það yrði ljúft að klára þetta á þessu fallega föstudagskvöldi. Ég er aveg klár í að fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld," segir Pálína sem gæti unnið Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir tvö sigra með Haukum árin á undan.

Aðspurð sagði Pálína að það yrði ekkert vanmat í gangi gegn KR. "KR er eina liðið sem hefur komið til baka og unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. Þær eru öflugar en ég held að við séum orðnar það hungraðar í titil að við vinnum þennan leik," segir Pálína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×