Innlent

Magnús Pétursson hættir sem forstjóri Landspítala

Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans hefur ákveðið að láta af störfum. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að ákvörðun Magnúsar hafi verið tekin í samkomulagi við ráðherra. Anna Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga munu fylla skarð Magnúsar uns nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Þá hefur verið gengið frá því að Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH, taki við starfi sem felur í sér að „hafa yfirumsjón með tilteknum þáttum vegna byggingar nýs háskólasjúkrahúss," segir í tilkynningunni og því bætt við að Jóhannes hafi undanfarið sinnt sambærilegu starfi á vegum LSH. Jóhannes fær á meðan leyfi frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri lækninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×