Fótbolti

Lyon stefnir á áttunda titilinn í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lyon urðu einnig bikarmeistarar í vor.
Lyon urðu einnig bikarmeistarar í vor. Nordic Photos / AFP
Um helgina hefst nýtt keppnistímabil í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og á Lyon möguleika á því að vinna sinn áttunda meistaratitil í röð.

Aðeins tíu félögum í Evrópu hefur tekist að vinna átta meistaratitla í röð í heimalandi sínu.

Lyon er þó ekki eina félagið í álfunni sem á möguleika á að bætast í þann hóp. Í Armeníu getur Pyunik Yerevan unnið sinn áttunda meistaratitil í röð.

Flestir meistaratitlar í röð í Evrópu:

14 Skonto Riga (Lettlandi, 1991-2004)

13 Rosenborg (Noregi, 1992-2004)

10 MTK (Ungverjalandi, 1914, 1917-1925*)

10 BFC Dynamo (Austur-Þýskalandi, 1979-1988)

10 Dinomi Tbilisi (Georgíu, 1990-1999)

9 CDNA Sofia (Búlgaríu, 1954-1962)

9 Celtic (Skotlandi, 1966-1974)

9 Rangers (Skotlandi, 1989-1997)

9 Dynamo Kiev (Úkraínu, 1993-2001)

8 Sheriff Tiraspol (Makedóníu, 2001-)

*Það var engin deildarkeppni í Ungverjalandi árin 1915 og 1916.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×