Erlent

Krugman hlýtur Nóbelsverðlaun í hagfræði

Bandaríkjamaðurinn Paul Krugman hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir greiningu á viðskiptamynstrum og fyrir að staðsetja virkni í efnahagslífi eins og Nóbelsnefndin orðar það. Hann hafi sett fram nýja kenningu um það hvaða drífi áfram borgarmyndun nútímans.

Krugman, sem er prófessor í hagfræði við Princeton-háskóla, er einn áhrifamesti hagfræðingur Bandaríkjanna. Hann skrifaði fyrr á árinu grein í New York Times þar sem hann viðraði þá hugmynd að Ísland hefði hugsanlega verið fórnarlamb alþjóðlegra fjárfesta sem hefðu tekið stöðu gegn landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×