Google blandar sér í símaslaginn Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. október 2008 07:19 MYND/Getty Images Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir. Tækni Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir.
Tækni Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira