Erlent

Færri telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun

Jörðin
Jörðin
Þrátt fyrir sífellt fleiri vísindaleg rök, þá eru færri Bandaríkjamenn sem telja að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun undanfarna áratugi. Ný könnun sem gerð var nú október, á vegum Pew Research Center for the People & the Press, gefur til kynna að nú telji 57% Bandaríkjamanna að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun, á móti 71% í apríl 2008. Aftur á móti eru 33% sem telja hana ekki til staðar á móti 21% í apríl 2008. Í töflu 1 má lesa betur út úr tölunum. Úrtakið var 1500 manns.

Þetta kemur fram á hinni fróðlegu vefsíðu loftslag.is

Þar segir ennfremur að séu þessar tölur skoðaðar eftir stjórnmálaskoðunum, megi greina nánar hvernig breytingarnar hafa orðið allt frá árinu 2006.

„Hjá Demókrötum er línan ekki eins brött niður á við eins og hjá bæði óháðum og Repúplíkönum. En þó er hægt að greina að almenningur telur sig ekki hafa fullnægjandi skýringar og sannanir fyrir því að hnattræn hlýnun eigi sér stað."

Hægt er að lesa alla greinina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×