Innlent

Biskup baðst afsökunar á þjáningum

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, bað konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar, fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið, í setningarræðu Prestastefnu Íslands í gærkvöldi. Hann tiltók ekki tilefnið sérstaklega, en minnti á ákvæði um meðferð kynferðisbrotamála í kirkjunni í siðareglum Prestafélags Íslands. Hann sagði að kirkjunnar þjónar yrðu að taka mark á þessu og fylgja því eftir í starfi kirkjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×