Innlent

Jónas Fr. hætti í gær

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson

Björgvin G. Sigurðsson sem sagði af sér embætti viðskiptaráðherra í gær segist hafa íhugað það alvarlega að segja af sér embætti í nóvember. Þetta kom fram í máli Björgvins sem er gestur Bubba Morthens í þættinum Færibandið á Rás 2.

Björgvin sagðist síðan hafa tekið ákvörðunina í fyrrakvöld og kynnt Jóni Sigurðssyni formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins ákvörðun sína um að hætta. Í kjölfarið hafi Jón ákveðið að segja af sér og gert starfslokasamning við Jónas Fr. Jónsson forstjóra FME.

Enginn hefði verið rekinn og Jónas hefði hætt störfum í gær. Það væri misskilningur að hann léti af störfum í mars en hann verði mönnum innan handar á næstu vikum. Björgvin sagðist líta á Jónas og Jón sem vini sína og þær væru góðir drengir.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×