Eiður Smári Guðjohnsen klæddist í kvöld búningi franska úrvalsdeildarfélagsins AS Monaco í fyrsta sinn enda samdi hann við liðið til tveggja ára fyrr í kvöld.
Eiður Smári hefur þar með spilað með stórliðum í Englandi, Spáni, Hollandi og í Frakklandi á sínum glæsta ferli.
