Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi 17. september 2009 04:00 Andrína G. Jónsdóttir Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira