Handbolti

Ólafur líklega nefbrotinn - Bjarni meiddur á hásin

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/Stefán

Stórskyttan Ólafur Guðmundsson hjá FH þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir um tuttugu mínútna leik í stöðunni 10-11 fyrir Fram í leik liðanna í N1-deildinni í Kaplakrika í kvöld.

Ólafur fékk þungt högg á andlitið og samkvæmt heimdum Vísis mun hann hafa nefbrotnað.

Ólafur var búinn að skora fjögur mörk þegar atvikið átti sér stað og óhætt er að segja að sóknarleikur FH hafi ekki borið sitt barr eftir að hann þurfti að draga sig til hlés.

FH náði þó að innbyrða 25-24 sigur að lokum og skaust þar með upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar.

Þá gat Bjarni Fritzson ekki leikið með FH í kvöld vegna meiðsla á hásin en hann verður líklega frá í nokkrar vikur sökum meiðslanna.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×