Erlent

Rakettumaður í millilandaflugi

Óli Tynes skrifar
Yves Rossy á flugi.
Yves Rossy á flugi.

Svissneski ofurhuginn Yves Rossy ætlar í dag að reyna að fljúga í rakettugalla sínum frá Marokkó til Spánar. Hann hefur áður flogið yfir Ermarsund.

Rossy sem dags daglega er flugstjóri á farþegaþotum smíðaði sjálfur raktettugalla sinn. Það er sérhannaður vængur með tveimur þotuhreyflum sem hann spennir á sig. Hann stekkur svo út úr þyrlu í 6.500 feta hæð og ræsir þotuhreyflana.

Í rakettugallanum sínum nær Rossy um 300 kílómetra hraða og hann býst við að það taki hann um fimmtán mínútur að fljúga frá Marokkó til Spánar.

Þegar hann nær landi á Spáni drepur hann á þotuhreyflunum og lendir í fallhlíf. Þyrlan sem hann stekkur út úr mun fylgja honum eftir og hirða hann upp úr sjónum ef eitthvað fer úrskeiðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×