Viðskipti erlent

Rætt við Philip Green og Alchemy um kaup á Mosaic Fashion

Derek Lovelock forstjóri Mosaic Fashion hefur átt viðræður við bæði fjárfestingarfélagið Alchemy og breska auðjöfurinn sir Philip Green um sölu á Mosaic Fashion. Þetta kemur fram í frétt á Reuters í dag.

Í fréttinni segir ennfremur að ef ekki takist að útveg Mosacis nýtt fjármagn blasi við að Kaupþing muni taka við stjórn félagsins. Sem stendur á Kaupþing 20% hlut í félaginu og er lánadrottinn Baugs sem á 49%.

Skuldir Mosaic nema nú um 400 milljónum punda eða um 70 milljörðum kr. en félagið velti milljarði punda á síðasta ári eða um 176 milljörðum punda. Meðal eigna Mosaic eru Karen Millen og Oasis.

Fram kom í blaðinu Sunday Times í gær að Mosaic hafi að undanförnu átt í erfiðleikum þar sem tryggingarfélög hafi neitað félaginu um viðskipti með skuldatryggingar sem hafi gert það að verkum að birgjar þess hafa í vaxandi mæli farið fram á staðgreiðslu viðskipta. Það geri það að verkum að lausafjárstaðan fari þverrandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×