Sport

Sérstök Usain Bolt hraðbraut á Jamaíku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt er fljótasti maður heims.
Usain Bolt er fljótasti maður heims. Mynd/AFP

Usain Bolt hefur fyrir löngu sannað sig sem fljótasta mann heims eftir að hafa ítrekað bætt heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi og tryggt sér Ólympíugull og Heimsmeistaratitla í þessum greinum. Það er því við hæfi að ein helsta hraðbraut landsins sé nefnd eftir honum.

Jamaíka ætlar að heiðra sinn fremsta íþróttamann með því að skíra hraðbraut eftir honum. Hraðbrautin er á milli St. Catherine og Clarendon og tengir höfuðborgina Kingston við Montego flóa í vesturhluta landsins. Hún hét áður hraðbraut 2000.

Þrír stjórnmálamenn, Sir Alexander Bustamante, Norman Manley og Michael Manley og tveir aðrir íþróttamenn, Herb McKenley (spretthlaupari) og Arthur Wint (vann fyrsta Ólympíugull Jamaíka í 400 metra hlaupi) hafa einnig fengið hraðbrautir nefndar efir sér á Jamaíku.

Usain Bolt mun einnig verða yngsti maðurinn til þess að hljóta heiðursorðu Jamíaka, "The Order of Jamaica", en Bolt er aðeins 23 ára gamall.

Usain Bolt þekkir vel til á þessari hraðbraut því hann lenti í bílslysi þar fyrr á árinu og meiddist þá á fæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×