Innlent

Þingmenn geta ekki tekið upplýsta ákvörðun

Sigríður Mogensen skrifar
Þingmenn geta ekki tekið upplýsta ákvörðun um Icesave samningana án þess að erlend skuldastaða Íslands liggi fyrir. Þetta segir Gunnar Tómasson, hagfræðingur.

Á fundi efnahags- og skattanefndar og á þriðjudag kynnti Gunnar Tómason álit sitt á Icesave-samkomulaginu. Gunnar starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í 25 ár.

Í áliti Gunnars á fundinum kemur meðal annars fram viðunandi lausn á Icesave málinu sé lykilatriði við gerð og útfærslu aðgerðaáætlunar íslenzkra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Ein meginforsenda áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var sú að erlend skuldastaða þjóðarbúsins við lok 2009 myndi vera af stærðargráðunni 160% af landsframleiðslu Íslands. Með erlendri skuldastöðu er hér átt við erlendar skuldir Íslands í heild sinni, en ekki einungis ríkisins.

Samkvæmt útreikningum fréttastofu sem byggir á tölum frá því í mars eru erlendar skuldir nú um 250% af landsframleiðslu. Í nóvember var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að skuldahlutfall upp á 240% væri óviðráðanlegt fyrir Ísland. Gunnar segir að um það verði vart deilt þar sem vextir af skuldahlutfalli upp á 250% jafngildi um einum þriðja af gjaldeyristekjum þjóðabúsins.

Gunnar segir að það væri fullkomlega ómögulegt fyrir þingmenn að taka upplýsta afstöðu gagnvart samkomulaginu án þess að þessi skuldahlutfallið liggi fyrir. Það skipti miklu máli hver prósentutalan sé.

Í svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu í gær kemur fram að upplýsingar varðandi erlenda skuldastöðu verði að öllum líkindum birtar í næstu viku, sem og mat bankans á greiðslubyrði vegna Icesave.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×