Meiðsli Wesley Sneijder gætu gert það að verkum að Rafael van der Vaart fái tækifæri í byrjunarliði Hollands gegn Íslandi á morgun.
Van der Vaart hefur mátt þola mikla bekkjarsetu síðan hann kom til Real Madrid frá Hamburg en fékk þó að spila í síðustu leikjum liðsins á tímabilinu.
Bert van Marwijk landsliðsþjálfari segist sjá mikinn mun á van der Vaart.
„Maður sér muninn á honum á æfingasvæðinu. Hann virðist vera áhugasamur og mjög frískur. Það er augljóst að hann er í betri leikæfingu en áður," segir Marvijk.