Erlent

Bræður viðskiptaráðherra Íraks grunaðir um fjárdrátt

Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks.
Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks.
Bróðir ráðherra í ríkisstjórn Íraks var handtekinn í gær grunaður um fjárdrátt og spillingu. Þriðji bróðirinn er eftirlýstur sem og níu opinberir starfsmenn.

Fyrr í gær sagði Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, spillingu vera eitt stærsta vandamál landsins sem mikilvægt væri að uppræta, sér í lagi innan stjórnkerfisins.

Bræðurnir tveir störfuðu náið með bróður sínum, sem gegnir embætti viðskiptaráðherra, allt þar til í apríl þegar handtaka átti þá sem og níu embættismenn í ráðuneytinu. Þegar lögreglan kom í ráðuneytið var skotið á þá og hinir meintu glæpamenn komust undan. Þeir hafa verið á flótta síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×