Versta efnahagslægð í Evrópu frá seinna stríði 4. maí 2009 12:18 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að efnahagssamdráttur í ríkjum ESB í ár verður ríflega tvöfalt meiri en spáð hafi verið fyrir aðeins fjórum mánuðum. Álfan sé að sigla inn í verstu kreppu frá lokum seinna stríðs. Framkvæmdastjórnin birtir nú nýja efnahagsspá þar sem gert er ráð fyrir að efnahagur Evrópusambandsríkja mun dragast saman um fjögur prósent í ár samkvæmt nýrri spá framkvæmdastjórnar ESB. Það er töluvert meiri samdráttur en í fyrri spá frá í janúar þar sem gert var ráð fyrir að hann yrði tæp tvö prósent. Í spánni segir að um sé að ræða verstu efnahagslægð á álfunni frá seinna stríði. Samdráttur á næsta ári verði núll komma eitt prósent og ekki um hagvöxt að ræða fyrr en 2011. Framkvæmdastjórnin spáir tíu komma níu prósent atvinnuleysi á næsta ári í öllum ESB ríkjunum tuttugu og sjö, þar af ellefu komma fimm prósent í þeim sextán ríkjum sem noti evruna. Landsframleiðsla á evrusvæðinu á næsta ári dragist saman um fjögur komma tvö prósent. Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að efnahagssamdráttur í ríkjum ESB í ár verður ríflega tvöfalt meiri en spáð hafi verið fyrir aðeins fjórum mánuðum. Álfan sé að sigla inn í verstu kreppu frá lokum seinna stríðs. Framkvæmdastjórnin birtir nú nýja efnahagsspá þar sem gert er ráð fyrir að efnahagur Evrópusambandsríkja mun dragast saman um fjögur prósent í ár samkvæmt nýrri spá framkvæmdastjórnar ESB. Það er töluvert meiri samdráttur en í fyrri spá frá í janúar þar sem gert var ráð fyrir að hann yrði tæp tvö prósent. Í spánni segir að um sé að ræða verstu efnahagslægð á álfunni frá seinna stríði. Samdráttur á næsta ári verði núll komma eitt prósent og ekki um hagvöxt að ræða fyrr en 2011. Framkvæmdastjórnin spáir tíu komma níu prósent atvinnuleysi á næsta ári í öllum ESB ríkjunum tuttugu og sjö, þar af ellefu komma fimm prósent í þeim sextán ríkjum sem noti evruna. Landsframleiðsla á evrusvæðinu á næsta ári dragist saman um fjögur komma tvö prósent.
Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira