Litlar hræringar eru í eldstöðinni í Eyjafjallajökuli . Að sögn lögreglumanns á Hvolsvelli gætti þar lítilsháttar öskufalls í gær en ekkert sést nú til gossins.
Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja að smá skot hafi verið í gosinu um hádegisbil í gær en síðan þá hafi dregið úr gosóróa á svæðinu. Þeir segja að ekki sé hægt að slá því föstu að gosinu sé að ljúka en lítið sem ekkert sést til þess ef vefmyndavélar Mílu eru skoðaðar um þessar mundir.