Sætuefnin fjölga fyrirburum 16. júlí 2010 03:45 Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Neysla á svokölluðum diet-drykkjum getur aukið líkurnar á fyrirburafæðingum um allt að 78 prósent, að því er kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í læknatímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Rannsóknin var unnin sem samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Statens Serum Institut í Danmörku og Harvard. Dr. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands og stjórnandi rannsóknarinnar, segir að rannsóknum á áhrifum sætuefna á menn sé enn mjög ábótavant. Þetta sé fyrsta rannsóknin á því sviði. „Niðurstöðurnar sýndu að þær konur sem neyttu lítra á dag eða meira af drykkjum með sætuefnum voru í 78 prósent meiri hættu að eignast barnið sitt fyrir 37. viku," segir Þórhallur. „Þær sem drukku einungis eitt glas á dag voru í 38 prósent meiri hættu." Verkefnið var stór ferilrannsókn sem 59.334 danskar konur tóku þátt í strax frá upphafi meðgöngu. Þær svöruðu spurningarlistum varðandi mataræði og tekin voru regluleg viðtöl við þær í gegnum síma alla meðgönguna. Unnið var úr upplýsingunum og þær bornar saman við upplýsingar frá fæðingardeildum sjúkrahúsa eftir fæðingar. Í ljós kom að þær sem höfðu neytt drykkja með sætuefnum voru í mun meiri hættu að eignast börn sín fyrir tímann. Neysla sykraðra drykkja virtist ekki hafa nein áhrif. Þórhallur segir aspartam, sem er í flestum tegundum sykurlausra drykkja, ekki vera líffræðilega óvirkt efni og rannsóknir á dýrum hafi leitt í ljós að það geti valdið fyrirburafæðingum. „Það er alltaf raunin með virk efni að það eru einhverjir hópar sem þola þau ekki," segir hann. „Þess vegna eru ófrískar konur kjörinn hópur til rannsókna. Fóstrið og konan eru mjög viðkvæm og tímabilið varir stutt. En það vantar vissulega upp á rannsóknir á þessum sviðum." Þórhallur segir ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að auka eða minnka eitt né neitt eftir niðurstöður fyrstu rannsókna á tilteknum efnum. „Við viljum að aðrir fari í sín gagnasöfn og skoði hvort þetta sé eitthvað sem taka ber alvarlega," segir hann.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira