Innlent

Forsætisráðherra í samhæfingarmiðstöðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir fór í samhæfingariðstöðina.
Jóhanna Sigurðardóttir fór í samhæfingariðstöðina.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var stödd í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð að kynna sér stöðu mála þar í morgun. Ásamt henni voru þau Ragna Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon á staðnum.

Samkvæmt upplýsingum Vísis má gera ráð fyrir að gossprungan geti verið 2 kílómetrar á lengd. Gosið er því mun stærra en gosið sem varð í Fimmvörðuhálsi.

Gífurlegur vatnsflaumur streymir niður suðurhlíðar jökulsins, en óttast er að hlaupið úr jöklinum geti valdið miklum skemmdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×