Innlent

Óttast að ákveðnir hópar séu skildir eftir í skuldavanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marínó Njálsson segist óttast að ákveðnir hópar séu skildir eftir.
Marínó Njálsson segist óttast að ákveðnir hópar séu skildir eftir.
Marínó G. Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, fagnar útspili stjórnvalda. Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna voru kynntar á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. Þar kemur fram að skuldir vegna yfirveðsettra eigna verða afskrifaðar og breytingar gerðar á vaxtabótakerfinu til hagsbóta fyrir skuldara.

Þrátt fyrir að Marínó fagnið aðgerðunum segist hann samt óttast um að verið sé að skilja ákveðna hópa eftir við ókleifan hamarinn. Á bloggsvæði sínu segir hann að niðurstaðan sé að farið er í að afskrifa sokkinn kostnað, en þó ekki allan, og ekki krónu umfram það.

„Svo er það náttúrulega hópurinn sem lifir undir fátæktarmörkum og getur ekki framfleytt sér hvað þá greitt húsnæðiskostnað," segir Marínó á bloggsvæði sínu.


Tengdar fréttir

Lífeyrisréttindi skerðast ekki

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka Lífeyrissjóða, ítrekar að lífeyrisréttindi sjóðfélaga eiga ekki að skerðast með þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag. „Við teljum að þessi aðgerði ein og sér muni ekki færa niður þessi réttindi," sagði Arnar á blaðamannafundinum sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Kostnaður bankastofnana tæpir 70 milljarðar

Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna vera jákvætt skref. „Þetta er mikilvægt skref sem ætti að hjálpa flestum," sagði Guðjón á blaðamannafundinum sem lauk fyrir stundu í Þjóðmenningarhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×