Innlent

Ætlar að sjá til þess að þjónusta við langveik börn verði ekki skert

Karen Kjartansdóttir skrifar

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra segist ætla sjá til þess að þjónusta við langveik og fötluð börn verði ekki skert og fara vandlega yfir málin með forstjóra Sjúkratrygginga.

Foreldrar langveikra barna eru margir mjög óttaslegnir vegna tilkynningar sem nýlega barst frá Sjúkratryggingum Íslands.

Í tilkynningunni var forsvarsmönnum einu heimahjúkrunarinnar sem annast hjúkrun langveikra og fatlaðra barna er greint frá því að Sjúkratryggingar ætli að leggja til að samningurinn við hjúkrunarteymið verði ekki framlengdur um næstu máðarmót.

















Keran Ólason er tengdur við vélar allan sólarhringinn. Rætt var við foreldra hans í gær en þau eru mjög óttaslegin yfir fregnum frá Sjúkratryggingum.

Ef nauðsyn krefji sé hægt að fá frest til lok febrúar til að ljúka verkefnum, eins og það er orðað í bréfinu.

Í bréfinu kemur fram að flytja eigi starfsemina til heilsugæslunnar og Landspítalans en forsvarsmenn þar kannast ekki við að nokkrar viðræður hafi verið um málið og foreldra mjög veikra barna óttast að þetta verði til þess að börn þeirra þurfi að flytjast á spítala og sjá ekki að í því felsti nokkur sparnaður.

Guðbjartur Hannesson segist ekki hafa farið yfir málið með forstjóra Sjúkratrygginga hann fullyrðir að heimahjúkrun barna veðri áfram tryggð og hana eigi ekki að skerða.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×