Innlent

Dagur rauða nefsins - bein útsending á Vísi

Húllúmhæ. Ilmur og Ari bregða á leik.
Húllúmhæ. Ilmur og Ari bregða á leik.

Dagur rauða nefsins er byrjaður en hægt er að horfa á beina útsendingu a Vísi.

Sent verður beint frá símaveri Vodafone í kvöld á Degi rauða nefsins á Stöð 2 þar sem mörg þekkt andlit munu líta við, svara í símann og leggja UNICEF lið í þessu stóra söfnunarátaki.

Pétur Jóhann mun bregða sér í óvænt gervi í þættinum og kynna símaleikinn svokallaða, en í honum gefst áhorfendum kostur á að hringja í símanúmer og fara í pott þar sem dregnir verða út veglegir vinningar.

Það verður auk þess mikið um óvæntar uppákomur og má þar helst nefna atriði þar sem stórsöngvarinn Bergþór Pálsson mun reyna að kenna Láru Ómars og Egil Gillzenegger að syngja!

Einnig hafa þekktir íþróttamenn lagt söfnuninni lið með því að æfa dans með hinum fima Peter Anderson sem leiðbeinanda. Þeir munu frumflytja dansinn í beinni útsendingu í þættinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×