Innlent

Búið að safna 113 milljónum og yfir þúsund orðnir heimsforeldrar

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er meðal þeirra sem svara í símann.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er meðal þeirra sem svara í símann.

Alls hafa 113 milljónir safnast í söfnunarátaki UNICEF. Nú er dagur rauða nefsins en bein útsending er frá söfnuninni á Stöð 2 og Vísi.

Þá eru yfir þúsund Íslendingar orðnir heimsforeldri.

Ljóst er að féð muni gagnast börnum í þriðja heiminum.

Mikið fjör hefur verið í söfnuninni. Meðal annars ræddi Jón Ársæll Þórðarson við fíkniefnadjöfulinn, sem Steindi Jr. lék. Hann endaði á því að ræna Jón Ársæl, í gamni þó.

Hægt er að horfa á útsendinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×