Innlent

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma lokaúrræði stjórnvalda

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fordæma þá stefnu stjórnvalda að ætla sér ekki að grípa til frekari aðgerða vegna skuldavanda heimilanna. Í yfirlýsingu sem finna má á heimasíðu samtakanna segir að slíkar yfirlýsingar beri í besta falli vott um alvarlegt vanmat á stöðunni og því viðfangsefni sem um ræðir.

Þá vill stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna koma því á framfæri að samtökin eru ekki aðili að ,,Viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna" sem kynnt var 3. desember 2010 af hálfu stjórnvalda.

Stjórn HH ítrekar kröfur samtakanna um almenna leiðréttingu lána vegna þess forsendubrests sem varð og hafnar kynntri aðferðafræði við úrlausn skuldavandans.

Hægt er að nálgast yfirlýsinguna í heild sinni á vef samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×