Innlent

Ristaðar möndlur og hestvagnaferðir í Laugardalnum

Nóg verður um að vera í Laugardalnum í dag.
Nóg verður um að vera í Laugardalnum í dag.

Ristaðar möndlur, hestvagnaferðir, jólalistasmiðja og jólaleg skautahöll. Önnur helgi í aðventu er runninn upp og ýmislegt jólalegt er í boði í Laugardalnum um helgina. Möndlur verða ristaðar í Café Flóru í Grasagarðinum þar sem Flugbjörgunarsveitin selur jólatré og greinabúnt milli klukkan 13 og 18. Þá verður jólabasar í garðskálanum.

Grýla ku mæta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og halda þar jólaboð klukkan 11:30. Þar verður jafnframt boðið upp á hestvegnaferðir. Nú og þeir sem vilja skauta í jólastemmningu geta lagt leið sína í Skautahöllina í Laugardalnum þar sem fagurskreytt jólatré stendur á miðju svellinu og fólk getur svifið um undir jóladiskótónlist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×