Erlent

Fórust í flugslysi í Rússlandi

Frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu.
Frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu. Mynd/AP
Tveir fórust og á fimmta tug slösuðust þegar rússnesk farþegaflugvél rann út af flugbraut á flugvelli í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í dag. Hreyflar flugvélarinnar, sem er af gerðinni Tupolev Tu-154, biluðu eftir flugtak sem varð til þess að hún þurfti að nauðlenda með fyrrnefndum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×