Innlent

Koffínneysla hefur skaðleg áhrif á fóstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jack James hefur helgað feril sinn rannsóknum á koffíni. Mynd/ Stefán.
Jack James hefur helgað feril sinn rannsóknum á koffíni. Mynd/ Stefán.
Ýmsar rannsóknir benda til þess að koffínneysla móður á meðgöngu geti haft skaðleg áhrif á fóstur. Þá getur koffín einnig truflað virkni ýmissa lyfja. Þetta segir Jack James, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið í dag. James hefur helgað feril sinn rannsóknum á koffíni og er ritstjóri nýs fræðirits um efnið.

„Það hefur verið vitað síðustu áratugi að koffín hækkar blóðþrýsting neytenda og það í sjálfu sér ætti að valda áhyggjum því að hár blóðþrýstingur og hjartasjúkdómarnir sem þeim fylgja eru helsta banamein fólks á heimsvísu. Þegar við erum með efni sem hér um bil allir nota og veldur einnig hærri blóðþrýstingi hlýtur það að vekja upp spurningar," segir James.

James segir í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag að með frekari rannsóknum á koffíni og auknu upplýsingaflæði hafi komið í ljós að ef til vill sé skynsamlegast að draga úr neyslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×