Innlent

Ísland gæti verið kjörlendi fjárfestinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Ísland gæti verið kjörlendi fjárfestinga. Mynd/ GVA.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Ísland gæti verið kjörlendi fjárfestinga. Mynd/ GVA.
Kostnaðurinn við vinstristjórn Samfylkingarinnar og VG nemur þegar hundruðum milljarða króna, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á ræðu sem hann hélt á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík í dag.

Sigmundur Davíð sagði að aðstæðurnar væru nánast allar til staðar til að gera Ísland að kjörlendi fjárfestingar. Nefndi hann sem dæmi lágt skráðan gjaldmiðill, þróaða innviði, öryggi, nægt vinnuafl, landfræðilega staðsetningu og umhverfisvæna orku.

Sigmundur gagnrýndi efnahagsstjórnina á Íslandi harðlega. „Í einhverjum mesta efnahagssamdrætti í manna minnum var viðhaldið heimsins hæstu vöxtum, skattar hafa verið hækkaðir aftur og aftur, ekki hvað síst skattar sem kynda verðbólgubálið og hækka enn lán heimilanna og öll fjárfesting, innlend sem erlend hefur verið gerð illmöguleg, ýmist með öfugum efnahagslegum hvötum, með pólitískum afskiptum eða með því hreinlega að hræða burtu alla sem gætu viljað leggja fjármagn í uppbyggingu íslensks efnahagslífs," sagði Sigmundur Davíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×