Innlent

Ekki tilefni til áframhaldandi lögreglurannsóknar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Egilsson er stjórnarformaður Gildis. Mynd/ GVA.
Vilhjálmur Egilsson er stjórnarformaður Gildis. Mynd/ GVA.
Ríkislögreglustjóri telur ekki tilefni til að halda áfram rannsókn á málefnum Gildis lífeyrissjóðs, samkvæmt bréfi sem Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrota, hefur sent embættinu.

Jóhann Páll Símonarson, sjómaður og sjóðfélagi í Gildi, sendi ríkislögreglustjóra beiðni um rannsókn í lok september. Var ákveðið að rannsaka málið þar sem talið var að ætluð háttsemi stjórnar og starfsmanna sjóðsins kynni að varða við ákvæði laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þar sem lífeyrissjóðurinn sætir lögbundnu eftirliti af hálfu Fjármálaeftirlitsins var beiðni Jóhanns Páls send Fjármálaeftirltitinu til skoðunar og sérstaklega með tilliti til þess hvort eftirlit með sjóðnum hefði verið með fullnægjandi hætti.

Þann 17. nóvember síðastliðinn barst embætti ríkislögreglustjórans svo svar frá Fjármálaeftirlitinu þar sem fram kemur að efni bréfsins þyki ekki gefa tilefni til að hefja sérstaka rannsókn af hálfu Fjármálaeftirltisins á Gildi lífeyrissjóði. Það er með vísan til þess bréfs sem ríkislögreglustjóri ákvað að hætta rannsókninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×