Innlent

Sérstakur saksóknari: Húsleitir bera árangur

Sérstakur saksóknari á blaðamannafundi.
Sérstakur saksóknari á blaðamannafundi.

„Heilt yfir þá er ekki mikið sem hefur upp á vantað í húsleitunum," sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann var spurður hvort húsleitir árum eftir ætluð brot skiluðu árangri.

Ólafur sagði reynslu embættisins vera sú að þau gögn sem upp á hefur vantað við rannsóknir embættisins, hafi iðullega fundist.

Hann sagði þó of snemmt að tjá sig nokkuð um heimtur á gögnum í húsleitum tengdu meintu markaðsmisnotkunar máli Glitnis sem nú er til rannsóknar.

Þá sagði Ólafur að um 60 til 70 mál væru til rannsóknar hjá embættinu. Þau mál tengdust viðskiptabönkunum þremur og gott betur.

Aðspurður hvort einhver rannsókn beindist að Landsbankanum svaraði Ólafur því til að eitt það fyrsta sem embættið réðist í við stofnun þess hefði verið húsleit hjá Landsbankanum.

„Landsbankinn fær enga sérmeðferð," sagði Ólafur svo.

Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú meint markaðasmisnotkunarmál Glitnis eins og fyrr greinir frá.

Meðal annars verður Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, yfirheyrður á föstudaginn. Ólafur sagðist ekki geta gefið upp hvenær aðrir einstaklingar yrðu yfirheyrðir en líklegt þykir að Jón Ásgeir Jóhannesson verði yfirheyrður í málinu, en sem kunnugt er hefur hann verið sakaður um að hafa beitt stjórnendur bankans þrýstingi til þess að knýja fram lánveitingar.  Þessu hefur slitastjórn Glitnis haldið fram í einkamálum sem stjórnin hefur höfðað gegn Jóni Ásgeiri hér á landi og í New York.


Tengdar fréttir

Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna"

Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður.

Húsleitir hjá Jóni Ásgeiri, Lárusi og Pálma

Húsleitir voru framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding í gríðarlega umfangsmikilli rannsókn sérstaks saksóknara í dag. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna.

Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím

Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×